231.860 krónur söfnuðust í söfnun fermingarbarna til Hjálparstarf kirkjunnar en þau gengu í hús í Glerárhverfi síðustu tvær vikur og er þetta frábær árangur. Unglingarnir fengu fræðslu um mikilvægi þess að hafa hreint vatn og sáu myndband um hversu erfitt er að ganga langar leiðir til að ná í vatn sem auk þess er óhreint. Með söfnuninni styðja þau fólk í Afríku til að afla sér hreins vatns t.d. með því að kosta gerð brunna. Hjálparstarfið og Glerárkirkja þakka fermingarbörnum fyrir að hjálpa öðrum sem búa við erfið skilyrði. Þeim sem gáfu í söfnunina er þakkað fyrir stuðninginn. Hér höfum við sýnt trú okkar í verki.