Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika.
Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð. Í erindi sínu mun hann benda á mismunandi leiðir til að vinna með geðræna og andlega erfiðleika. Þá verður mögulegt að spyrja hann og ræða um málefnið að erindi loknu.
Fræðslu- og umræðukvöldin í Glerárkirkju fara fram í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem er gott að vera. Margoft hafa verið flutt þar áhugaverð erindi og skapast gefandi umræður eftir kaffihlé. Boðið er í kaffiveitingar en þeir sem eru aflögufærir geta lagt framlag sitt í kaffisjóð í körfuna. Markmið kirkjunnar er að með þessum kvöldum að skapa vettvang fyrir umræðu og skoðanaskipti varðandi brennandi málefni í samfélaginu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.