Stóra púsluspilið ? Leitin að elstu handritum Biblíunnar eftir Hans Johan Sagrusten í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Bókin kom út 2015 hjá Skálholtsútgáfan ? útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Þessi bók verður kynnt og um hana fjallað í Glerárkirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Í bókinni rekur höfundur á einkar læsilegan hátt hina mögnuðu sögu margra handrita Biblíunnar. Þetta er saga sem er flestum ókunn og margt sem kemur í ljós vekur undrun og þá tilfinningu að ekkert sé tilviljun. Í kynningunni verður einkum staldrað við þrennt: hið þrotlausa starf hinna ókunnu ritara; handrit Gamla testamentisins frá hinni frægu borg Aleppó og starf Konstantíns Tischendorfs. Það er þýðandinn sem kynnir bókina. Kaffiveitingar og umræður og spjall.