Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju 25. október kl. 20 verður Fræðslustefna siðbótarinnar sístætt verkefni tekið til umræðu. Það er dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður siðbótarnefndarinnar og prófessor við menntasið Háskóla Íslands, sem flytur erindi og leitast við að svara spurningunum:
- Hvaða áherslur lögðu Lúther og samstarfsmenn hans á fræðslu og hvernig mætti útfæra þær í kirkjunni í dag?
- Hvernig var boðun trúar drifkrafturinn í almennri fræðslu?
- Hvernig var trúfræðslan hugsuð og framkvæmd?
- Hvernig mótuðust tengsl kirkju og skóla í siðbótarlöndunum?
- Hvernig verður trúfræðslan framkvæmd í afhelguðu samfélagi og fjölhyggju (veraldarvæddu) skólakerfi?