Rúmlega 100 íslensk ungmenni taka nú þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag í Tékklandi. Þar á meðal er hópur frá sameiginlegu æskulýðsstarfi Glerárkirkju og KFUM og K í Sunnuhlíð. Mótið stendur yfir dagana 4. til 10. ágúst og sækja yfir 5.000 þátttakendur víða af úr heiminum mótið. Ungmennin eru frá rúmlega fjörtíu löndum. Flest þeirra koma frá Evrópu en einnig frá Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi. Hér má lesa frétt mbl.is um málið.