Um liðna helgi fermdu sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson fyrstu fermingarbörn Glerárkirkju þetta vor. Þann 11. apríl fermdust 20 ungmenni og þann 12. apríl fermdust 9 ungmenni. Þau eru glæsilegir fulltrúar jafnaldra sinna og hafa staðið sig virkilega vel í vetur. Þau hafa sótt fermingarfræðslu í viku hverri, sótt að minnsta kosti 10 messur og tekið þátt í æskulýðsfélaginu UD - Glerá. Við óskum þeim Guðs blessunar og velfarnaðar í lífinu.
Með því að smella hér má lesa fermingarræðuna sem sr. Jón Ómar flutti í fermingarmessunni.