Gangur í framkvæmdum á Hólavatni

Nýbyggingaframkvæmdir við sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni eru nú á lokasprettinum fyrir sumarið. Í ágúst 2008 var tekin skóflustunga að nýju 210 fermetra húsi og nú tæpum fjórum árum seinna er draumurinn að verða að veruleika og í sumar munu börnin við Hólavatn fá að njóta þess að dvelja í nýjum herbergjum og eldri svefnaðstöðu hefur verið breytt í tómstundarými með borðtennisborði, fótboltaspili og fönduraðstöðu. Sjá nánar á kfum.is.