Það ríkti mikil gleði í Glerárkirkju á sumardaginum fyrsta þegar fjölmenni kom til kirkju. Þó sumarið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar þá létu félagar úr Skátafélaginu Klakki það ekki á sig fá og gengu fylktu liði frá Giljaskóla til Glerárkirkju. Í kirkjunni voru orgelið og flygillinn sett til hliðar og gítarar og fiðla tekin fram, en hæfileikafólk úr skátafélaginu söng og spilaði í guðsþjónustunni. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti, flutti kraftmikla hugvekju og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónaði fyrir altari. Ólöf Jónasdóttir, félagsforingi, og Herdís Jónsdóttir lásu bænir og ritningarlestra. Við í Glerárkikju þökkum skátum kærlega fyrir ánægjulega samveru.