Glerárkirkja í mars - helgihald og fræðsla

HVÍLDARDAGAR Í GLERÁRKIRKJU
Munum við eftir hvíldinni? Leggjum við okkur fram um að rækta kyrrð í hversdeginum? Fram að páskum verður þriðja boðorðið, um hvíldardaginn, þema í starfi Glerárkirkju. Verið velkomin í óhefðbundnar guðsþjónustur þar sem við fáum verkfæri til að efla hugarró og slökun, og takið endilega þátt í samtalskvöldum þar sem við ræðum hamingjuna, hvíldina og líf í jafnvægi.

HELGIHALD Í MARS

5. mars kl. 11:00 - Flæðimessa
Við fögnum Æskulýðsdeginum með óhefðbundinni guðsþjónustu.
Við vinnum með þemað Hjartansmál á fjölbreyttan hátt. Eydis, Tinna og sr. Helga leiða stundina. Vöfflukaffi eftir messu.

12. mars kl. 20:00 - Gospel og Quigong
Hrafnhildur Reykjalín, eigandi Sjálfsræktar, kynnir Quigong lífsorku æfingar fyrir okkur. Tónlistin verður í höndum Heimis og Sigga Ingimars, og Rannvár Olsen svo gospel gleðin mun flæða um kirkjuna.
Sr. Sindri Geir þjónar við stundina.

19. mars kl. 11:00 - Öndun, andi og kyrrð
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir yoga kennari leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar og gong slökun.
Sr. Helga Bragadóttir þjónar og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

26. mars kl. 20:00 Kvöldguðsþjónusta
Verið velkomin til ljúfrar kvöldguðsþjónustu. Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar og Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Rúnarkórinn og Ívar Helgason koma í heimsókn og taka lagið.

 

FRÆÐSLU- OG SAMTALSKVÖLD UM HVÍLD OG LÍFSGLEÐI

 

Samverurnar hefjast kl. 18:00 í safnaðarheimili Glerárkirkju og stefnt að því að þeim ljúki um kl. 19:30.
Boðið er upp á súpu og kaffi.

9. mars Inga Dagný Eydal, ráðgjafi hjá Heilsu og Sálfræðiþjónustunni, ræðir um vegferðina að nýjum takti í hversdeginum eftir kulnun.
Haukur Pálmason, tónlistarmaður og kennari sem er jafnframt með diplómagráðu í jákvæðri sálfræði ræðir við okkur um lífshamingju og blómstrandi líf.

23. mars Guðrún Hafdís Óðinsdóttir segir okkur frá göngu sinni um Jakobsveginn og við ræðum um pílagrímagöngur sem leið til að leita hvíldar og andlegrar næringar.
Sr. Guðmundur Guðmundsson ræðir um íhugun, bæn og föstu og leiðir trúarinnar til að rækta andlega lífið.

Við höldum áfram með þetta þema í apríl.

 

Fimmtudagar kl. 17:00 - Kyrrðarbæn
Íhugunarstundir í Kapellu Glerárkirkju.
Við iðkum 20 mínútna kyrrðarbæn, þau sem ekki hafa mætt áður geta komið fyrir stundina og fengið leiðsögn.