07.09.2010
Æskulýðsfélagið Glerbrot (9. og 10. bekkur) heldur fundi reglulega á neðri hæð kirkjunnar alla þriðjudaga kl. 20:00. Þau hafa
nú tekið ákvörðun um að stefna á landsmót æskulýðsfélaga sem að þessu sinni verður haldið á Akureyri.
Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar er haldið árlega og er einn stærsti viðburður í unglingastarfi kirkjunnar. Yfirskrift mótsins
í ár er ,,Frelsum þrælabörn á Indlandi" - ,,Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið
gert mér" (Matt 25:40). Með þessari yfirskrift vill ÆSKÞ sem stendur á bak við mótið minna á að við erum öll börn Guðs
og verkamenn hans hér á jörðu og að okkur ber að gæta systkina okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Þau sem ætla með, þurfa
að vera virk í Glerbroti og skrá sig fyrir 1. október. Skráningargjald (óafturkræft) er kr. 5.000. Upplýsingar um mótsgjald má
fá á fundum Glerbrots, en það eru Stefanía Ósk og Samúel Örn sem halda utan um Glerbrot í vetur.