Biblíutexti kvöldsins er úr Matteusarguðsspjalli, 5. 3, 7.7-12:
Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.(5.3)
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? Eða höggorm þegar það biður um fisk? Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann? Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. (7.7-12)
Tilgangurinn með umræðukvöldunum er að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og er öllum sem áhuga hafa velkomið að taka þátt í samtalinu.
Kvöldin hefjast með helgistund og innleggi út frá Sæluboðun Meistarans í Fjallræðunni. Eftir kaffihlé er tekið viðtal við trúað fólk um efni kvöldsins og í framhaldi af því verða almennar umræður.