HÆNA

Fermingarbörnum sem og þeim unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju býðst nú að taka þátt í Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands sem fer fram í Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar kl. 19:30. Þar mætast krakkar úr kirkjum af svæðinu, eiga saman skemmtilegt kvöld og sum fara heim með verðlaun! HÆNA 2012 fer fram í safnaðarheimili Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar 2012 kl. 20:00.

Keppt verður í þremur flokkum:

A) Söngur og tónlist
B) Dans og líkamstjáning
C) Frjáls flokkur, t.d. upplestur á eigin sögu, flutningur á eigin kvæði, spuni, töfrabrögð eða á stuttmyndaformi, en slík mynd má ekki vera lengri en 3-5 mínútur.

Einstaklingar geta skráð sig til keppni í hvaða flokki sem er, hópar (allt að 8 í hópi) geta skráð sig til keppni í öllum flokkum.

Dómnefnd velur bestu atriðin úr hverjum hópi og veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið, annars vegar í hópakeppni og hins vegar í einstaklingskeppni.

Keppnin er opin ungu fólki sem:
  • er á aldrinum 13 til 17 ára
  • sækir fermingarfræðslu eða er virkt á annan hátt í unglingastarfi í kirkju, KFUM og KFUK, í Hjálpræðishernum eða á vettvangi kristinna safnaða.
  • skráir sig til keppni sem fulltrúar sinnar kirkju / kristilegs starfs.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku annað hvort ti leiðtoga í ykkar kirkjulega starfi sem getur komið upplýsingum áfram eða á netfang: sunnadora@akirkja.is

  • Það kostar ekkert að taka þátt
  • Nánari upplýsingar gefur Sunna Dóra, æskulýðsfulltrúi í Akureyrarkirkju í síma 694 2805.