Hátíðarmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. febrúar kl. 14. í tilefni 70 ára afmælis Kórs Glerárkirkju 12. febrúar sl. er fagnað sérstaklega á þessum Drottinsdegi. Sókarfólk og aðrir velunnarar er hvött til að mæta og samfagna kórnum. Fyrrverandi kórfélagar eru sérstaklega boðnir velkomnir til hátíðarmessunnar og munu sumir þeirra taka þátt í að leiða sönginn. Að venju stjórnar Valmar Väljaots organisti söng. Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Kaffi verður í safnaðarsal að messu lokinni.