Nú fer allt af stað hjá okkur.
Hvað er í boði?
Prjónakaffi á miðvikudagsmorgnum.
Í haust er prjónakaffi í safnaðarheimili Glerárkirkju kl.10:00 á miðvikudögum. Það er heitt á könnunni og hægt er að mæta með handavinnu og taka þátt í góðu samfélagi.
Fyrirbænastund og súpa í hádeginu á miðvikudögum
Stundin hefst kl.12:00 í kapellu Glerárkirkju og að henni lokinni er hægt að kaupa súpu og brauð á 1000 krónur í safnaðarheimili kirkjunnar. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar fyrir stundina.
Kyrrðarbænastundir á fimmtudögum
Í haust verða kyrrðarbænastundir í kapellu Glerárkirkju kl.17:00 á fimmtudögum. Kyrrðarbæn hefur verið kölluð kristin núvitund en hún snýst um að hvíla í þögninni og dýpka sambandið við okkur sjálf og Guð innra með okkur. Stundirnar hefjast um miðjan september, upphafsdagur verður auglýstur síðar.
Helgihald í september
10. september - Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna
kl.18:00 Kyrrðarstund með Kór Glerárkirkju og Margréti Árnadóttur, söngkonu.
Sr. Sindri Geir Óskarsson þjónar, organisti er Valmar Väljaots.
17. september
kl.11:00 Sunnudagaskóli. Eydís Ösp og sr. Magnús leiða stundina.
kl.17:30 Fundur með foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna.
kl. 18:00 Síðdegismessa með Kór Glerárkirkju.
Sr. Helga Bragadóttir þjónar, organisti er Petra Björk Pálsdóttir.
24. september
kl.11:00 Sunnudagaskóli. Eydís Ösp leiðir stundina
kl.11:00 Messa með Kór Glerárkirkju.
Sr.Guðmundur Guðmundsson þjónar, organisti er Valmar Väljaots.