Nú hefur 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi verið ýtt úr vör í 21. sinn út um allan heim. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra.
Yfirskrift átaksins á Íslandi er Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Borgarar eru hvattir til að virða sjálfsögð réttindi allra til öryggis og vellíðunar á þeim griðastað sem heimilið á að vera og viðurkenna að heimilisofbeldi er aldrei einkamál.
Sýnum samstöðu – tökum þátt í að mótmæla ofbeldi og krefjumst friðar!
Fimmtudagur 6. des. Ljósaganga frá Akureyrarkirkju kl. 16:30. Samstaða á Ráðhústorgi gegn kynbundnu ofbeldi og ljóðalestur Svanfríðar Larsen, Zontakonu.
Heitt kakó á torginu í boði Bautans.
Laugardagur 8. des. Mannréttindadagur í versluninni Flóru kl. 13-15. Amnesty-bréfamaraþon og upplestur Jokku Aflskonu.