31.03.2009
Sunnudagurinn 5. apríl er Pálmasunnudagur. Þann dag minnist kristin kirkja innreiðar Drottins í Jerúsalem. Þann dag eru tvær messur í
Glerárkirkju og er fólk hvatt til að fjölmenna í kirkjuna á þessum hátíðisdegi. Klukkan ellefu er barnastarf og messa. Sameiginlegt upphaf
er í kirkju áður en börnin ganga yfir í safnaðarsalinn. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða
almennan messusöng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Að messu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í
spjall.
Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist verður svo í kirkjunni kl. 20:30. Þar mun sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna og
Krossbandið sjá um tónlistina. Að guðsþjónustu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í
spjall.