Athugið að í febrúar verða margar kvöldmessur.
Við erum að prófa okkur áfram með að hafa messur kl.18:00 og hvetjum ykkur til að taka þátt og segja ykkar skoðun á þessum messutíma.
4. febrúar
Kl.11:00 Sunnudagaskóli með Eydísi og Snævari.
Kl.11:00 Guðsþjónusta.
Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
11. febrúar
Kl.11:00 Sunnudagaskóli, Eydís og Snævar taka vel á móti ykkur.
Kl.18:00 Innsetningarmessa Eydísar djákna. Prestar kirkjunnar þjóna og kórinn syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Súpa eftir messu.
18. febrúar
VETRARFRÍ Í SUNNUDAGASKÓLA
Kl.18:00 Messa með Rúnarkórnum. Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar, sr. Gunnlaugur Garðarsson prédikar, Valmar Väljaots leikur undir með kórnum. Vöfflukaffi eftir messu.
25. febrúar
Kl.11:00 Sunnudagaskóli með sr. Sindra Geir.
Kl.18:00 Konudagsmessa.
Sr. Sindri Geir þjónar, Jódísirnar sjá um tónlistina.
Í vetur verða kyrrðarbæna-stundir í kapellu Glerárkirkju kl.16:30 á þriðjudögum.
Kyrrðarbæn hefur verið kölluð kristin núvitund en hún snýst um að hvíla í þögninni og dýpka sambandið við okkur sjálf og Guð innra með okkur. Þau sem eru að mæta í fyrsta sinn geta komið tímanlega og fengið leiðsögn.