27.11.2011
Á sunnudaginn kemur, 27. nóvember hefst aðventan. Í Glerárkirkju verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Þar þjóna sr.
Gunnlaugur Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni. Barna- og æskulýðskórar kirkjunnar leiða söng undir stjórn
Marínu Óskar Þórólfsdóttur. Fermingarbörn flytja leikþátt. Að guðsþjónustu lokinni verður opnuð
jólakortasýning í anddyri kirkjunnar, þar sem fólki gefst færi á að skoða jólakort frá mismunandi tímum og
fræðast um sögu jólapóstsins.
Barnastarfið verður á sínum stað í safnaðarheimilinu, sameiginlegt upphaf í fjölskylduguðsþjónustunni.
Á sunnudagskvöldið verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og félagar úr Kór Glerárkirkju leiða
almennan söng.