Kæru vinir - nú göngum við inn í kyrruviku og páska.
Þetta er helgasti tími kristinnar kirkju og við ætlum bæði að vera með nýbreytni og klassík hér í kirkjunni í ár.
Skírdagur kl.18:00
Komum saman til máltíðar að kvöldi skírdags, þá dúkum við langborð í kirkjunni og bjóðum í mat!
Föstudagurinn langi kl.18:00
Á föstudaginn langa förum við í gegnum píslarsöguna með Hallgrími Péturssyni, hans kveðskapur fær að hreyfa við okkur í tali og tónum.
Á Páskadag fögnum við upprisunni og borðum saman, messa kl.11 og matur kl.12:00
Kl.13:00 er fjölskylduguðsþjónusta á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð með páskaeggjaleit! Auðvitað eruð þið öll velkomin en við hvetjum sérstaklega fjölskyldur heimilisfólks til að koma til stundarinnar.