Á miðvikudagskvöldum í nóvember verður hjónanámskeiðið, hamingjuríkt hjónaband, í Glerárkirkju. Námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn og hentar öllum hjónum hvort sem að þau hafi verið gift í 1 ár eða 61 ár. Takið þátt og gerið gott hjónaband enn betra.
Frekari upplýsingar um námskeiðið eru á http://www.glerarkirkja.is/is/fraedsla/hjonakvold.
Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Jón Ómar Gunnarsson (jonomar(hja)glerarkirkja.is).
Hjónanámskeiðin eru samvinnuverkefni Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmis.