Áttunda og jafnframt síðasta fræðslukvöldið undir yfirskriftinni ,,Hvað er kristin trú" verður haldið í safnaðarsal Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. nóvember. Byggt er á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes. Þetta kvöld mun Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar flytja inngangserindi að umræðum um kristna trú í hnattvæddum heimi. Dagskráin hefst kl. 20:00. Að loknu inngangserindi Jónasar er tekið kaffihlé áður en að farið er í almennar umræður. Það eru allir hjartanlega velkomnir, þátttaka er ókeypis en beðið er um frjáls framlög í kaffisjóð.
Í inngangserindum höfundar að áttunda kafla bókar hans sem ber titilinn ,,Til endimarka jarðarinnar - Kristin trú í hnattvæddum heimi" skrifar höfundur m.a.:
Hnattvæddur heimur færir kristinni trú nýjar áskoranir. Hnattvæðingin byggir fyrst og fremst á þenslu sem tengist efnahag, tækni og vopnum, í því skyni að gera heiminn að einum markaði. Á sama tíma á sér stað annars konar þróun þar sem lagður er þungi á mismun milli þjóðarbrota, þjóðernis og trúar. Um það vitna fjölmörg tilvik ofbeldisfulltra átaka. Eins og sagan sýnir, hefur kristin trú reynslu af þenslu og nú stendur hún andspænis nýrri áskorun: Getur hún lagt sitt af mörkum til að draga úr átökum sem hún hefur að hluta til átt þátt í að vekja?
Í umræðum kvöldsins verður meðal annars spurt:
Nálgast má upptökur eða frásagnir frá fyrri fræðslukvöldum haustsins með því að smella hér.