Í fyrra tókum við upp á nýbreytni að bjóða væntanlegum fermingarbörnum upp á sólarhringsdvöl á Hólavatni, sem eru sumarbúðir KFUM og K í Eyjafirði. Þetta mæltist vel fyrir og í ár ætlum við að endurtaka leikinn. Öll börn sem fædd eru árið 2000 og búa í sókninni (eða hyggja á að sækja fermingarfræðslu í Glerárkirkju) eru velkomin með. Ferðirnar verða á eftirfarandi dögum: Börn í Glerárskóla fara föstudaginn 30. ágúst, börn úr Síðuskóla laugardaginn 31. ágúst og börn úr Giljaskóla föstudaginn 6. september. Lagt er af stað frá Glerárkirkju með rútu kl. 16:30 og komið heim 12 daginn eftir. Skráningargjald er 3500 krónur, sem er aðeins brot af kostnaðinum, en ferðin er verulega niðurgreidd. Öll börn í sókninni ættu að vera búin að fá boðsbréf, en það er hægt að sjá hér.