Hólavatnsferð - bréf til fermingarhóps

Hólavatn á góðum sumardegi
Hólavatn á góðum sumardegi

Kæru viðtakendur fædd 2008 og foreldrar.

Undirbúningur fyrir fermingarstörfin veturinn 2021 til 2022 er löngu hafinn í Glerárkirkju og vonandi hafið þið veitt því eftirtekt að búið er að opna á skráningu í fermingarfræðslu og á fermingardaga inná heimasíðu Glerárkirkju (smellið á fermingar á forsíðu glerarkirkja.is).

Um miðjan ágúst ætlum við í Glerárkirkju að bjóða öllum í væntanlegum fermingarárgangi (fædd 2008) koma með í ferð á Hólavatn í Eyjafirði. Þar reka KFUM og KFUK sumarbúðir og höfum við fengið staðinn lánaðan fyrir ferðina og mun starfsfólk KFUM og KFUK aðstoða okkur. Markmið ferðarinnar er fyrst og fremst að kynna æskulýðsstarfið sem Glerárkirkja stendur fyrir og njóta samverunnar á Hólavatni og þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Í framhaldi af ferðunum fer svo fram kynning á fermingarstörfunum í Glerárkirkju. Ferðin er því ekki formlegur hluti af fermingarfræðslunni og öllum úr árganginum hjartanlega velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki.

Farnar verða þrjá ferðir: Krökkum úr Giljaskóla er boðið með 16. ágúst, krökkum úr Glerárskóla er boðið með 17. ágúst og krökkum úr Síðuskóla er boðið með 18. ágúst (Og ef þú ert ekki í neinum af þessum þremur skólum er þér velkomið að skrá þig með í þá ferð sem hentar þér best.) Athugið að 34 komast með í hverja ferð svo að það er takmarkað pláss.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Hólavatni fyrir hópana. Brottför er í hvert sinn frá Glerárkirkju klukkan 13:00 og komið er næsta dag klukkan 14:40 til baka.
Það okkar von að geta mætt þörfum þeirra einstaklinga úr hópnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna fötlunar eða vegna tímabundinna eða langvarandi annarra áskorana. Til þess þurfum við aðstoð og ábendingar frá foreldrum. Því fyrr sem haft er samband við okkur, þeim mun líklegra að við getum fundið lausn sem er við allra hæfi. Þá er vert að nefna að ef einhver vill koma með en sleppa því að gista þá er það velkomið að sækja viðkomandi um kvöldið.

Skráning, hvað þarf að taka með og kostnaður.

Skráning fer fram á síðunni "Fermingar" sem þið finnið á forsíðu glerarkirkja.is eða hér:

Skráning - smellið á skólann.

Giljaskóli 16. ágúst

Glerárskóli 17. ágúst

Síðustkóli 18. ágúst

Síðasti skráningardagur er 10. ágúst en ef það er laust pláss getum við mögulega bætt við eftir það.
Við brottför þarf að greiða þátttökugjald kr. 4500 sem dekkar kostnað við mat, gistingu, rútu og starfsfólk á Hólavatni, en Glerárkirkja niðurgreiðir helming kostnaðar á móti þátttakendum. Hægt er að sækja um niðurfellingu þátttökugjalds vegna fjárhagsörðugleika. Þau sem þess óska eru beðin að hafa samband við Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, verkefnastjóra fræðslumála Glerárkirkju, eydisosp@glerarkirkja.is

Hver og einn þarf að taka með lak og sæng eða svefnpoka, handklæði, sundföt eða þess háttar (fyrir þau sem vilja busla í vatninu) og fatnað til útiveru (það getur orðið kalt við varðeldinn um kvöldið), íþróttaskó (fyrir þau sem vilja fara í fótbolta) og að sjálfsögðu má ekki gleyma fötum til skiptanna og tannburstanum!

Ferðin er skipulögð og henni stjórnað prestum og verkefnastjóra fræðslumála í Glerárkirkju, Sindra Geir, Stefaníu Steinsdóttur og Eydísi Eyþórsdóttur, auk Tinnu Hermannsdóttur starfsmanni KFUM og K.
Auk þeirra kemur starfsfólk sumarbúðanna við Hólavatn að dagskrá og matseld.

Nánari upplýsingar gefur Eydís Ösp Eyþórsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála kirkjunnar eydisosp@glerarkirkja.is

 

Með góðum kveðjum úr Glerárkirkju.