Brottför er frá Akureyri laugardaginn 14. mars kl. 09:00. Þegar komið er til Reykjavíkur gefst smá tími til að fara í Kringluna en
hópurinn er svo samferða á sýninguna sem hefst stundvíslega kl. 17:00 í Loftkastalanum. Um kvöldið mun hópurinn mæta á fund
hjá KSS (Kristileg skólasamtök) í höfuðstöðvum KFUM og KFUK í Reykjavík á Holtavegi 28 en þar er einnig gist. Á
sunnudeginum er léttur morgunverður áður en lagt er af stað. Áætlaður komutími til Akureyrar er kl. 15:30.
Athugið að aðeins þeir sem eru búnir að kaupa sér miða á umrædda sýningu (Hero, laugardagurinn 14. mars, kl. 17:00) geta skráð
sig í rútuferðina. Verð fyrir rútu, gstingu og morgunverð er kr. 2.500. Upplýsingar og skráning er hjá Jóhanni Þorsteinssyni
í síma 462 6330 eða á netfangið johann(hjá)kfum.is