Núna á sunnudaginn verður helgistund í kirkjunni kl.18:00 þar sem við leyfum okkur að hafa hugann hjá samfélaginu í Grindavík.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl.11:00.
Kirkjurnar í bænum standa saman að stundinni, Sr. Sindri Geir og sr. Hildur Eir leiða samveruna og Krossbandið sér um tónlistina.
Bræðurnir Einar Ómar og Jón Ágúst Eyjólfssynir sem aldir eru upp í Grindavík segja nokkur orð og taka lagið.
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir segir frá neyðarsöfnun Rauða krossins og þeim verkefnum sem þau hafa sinnt á Reykjanesi undanfarnar vikur.
Tekið við frjálsum framlögum á staðnum