Nú er veturinn skollinn á og allt okkar starf á réttu róli. Glerárkirkja hefur alltaf lagt áherslu á fjölbreytt safnaðarstarf og því reynum við að hafa margt í boði, bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess sem kemur fram í þessari nóvember dagskrá verða hér tónleikar til styrktar Lögmannshlíðarkirkju, nánari auglýsingu má finna í frétt hér á glerarkirkja.is. Einnig verður fræðslukvöld um umhverfismál undir lok mánaðar, það verður nánar auglýst síðar.
Helgihald á sunnudögum.
7. nóvember
20:00 – Allraheilagramessa
Sr. Sindri Geir, Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju leiða guðsþjónustu.
Kveikt á kertum í minningu látinna.
14. nóvember
11:00 - Fjölskylduguðþjónusta
Eydís Ösp Eyþórsdóttir og sr. Sindri Geir leiða stundina með barna- og æskulýðskór Glerárkirkju.
Í stundinni verður samskot fyrir Garðinum hans Gústa.
21. nóvember
11:00 - Guðþjónusta í Glerárkirkju
Sr. Þorgrímur Daníelsson leiðir stundina með Valmari Väljaots og kór Glerárkirkju.
28. október
18:00 - Aðventustund
Sr. Oddur Bjarni, Sr. Sindri Geir, Kór Glerárkirkju og barnakórar kirkjunnar leiða stundina og syngja okkur inn í aðventuna. Heitt kakó og piparkökur að stundinni lokinni.