Sr. Toshiki Toma starfar á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur innflytjenda. Hann hefur verið ötull málsvari virkrar aðlögunar þeirra sem hingað flytja um leið og hann hefur bent á þá þætti sem betur megi fara hjá þeim sem fæddir eru hér á Fróni svo að aðlögunin sé gagnkvæm. Í dag ritar hann pistil á trú.is þar sem hann ræðir um innflytjendur og íslenska tungu.
Þar segir hann meðal annars:
Þannig er það mikil þröngsýni að telja einhvern vera „samfélagslegt álag“ ef viðmiðið er aðeins kunnátta viðkomandi á íslenskunni. Þó að það séu meiri líkur á samskiptaerfiðleikum ef maður skilur ekki íslenskuna, þá getur maður samt sem áður auðgað samfélagið með margvíslegum hætti.