Mánudagskvöldið 14. mars eru þjóðgildin jafnrétti og sjálfbærni til umræðu í Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl.
20:00. Þar mun Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-Grænna flytja framsöguerindi en Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur
mun vera með inngangsorð og annast stutta helgistund. Fólk er hvatt til að mæta og hlusta á góð erindi og taka þátt í
umræðunni.
Fimmta umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Lýðræði og jöfnuður. Sr. Arna Ýrr
Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju flutti inngangsorð og stjórnaði helgistund. Inngangsorð hennar má lesa á
trú.is. Þá flutti Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
framsöguerindi kvöldsins. Erindi hans er í heild á
youtube. Á
vef prófastsdæmisins má lesa samantekt frá kvöldinu.
Fjórða umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Virðing og réttlæti. Katrín
Ásgrímsdóttir, sem situr í kirkjuráði þjóðkirkjunnar var með hugvekju. Hugvekju hennar má lesa á
trú.is. Þá flutti Hermann Jón Tómasson fulltrú Samfylkingunnar erindi sem hann nefndi:
“Þjóðgildin virðing og réttlæti. Erindi hans er í heild á
You-tube.
Á
vef prófastsdæmisins má lesa
samantekt á innleggi þeirra og nokkur atriði úr umræðunum.
Þriðja umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Heiðarleiki og traust. Fjalar Freyr Einarsson kennari var
með hugvekju. Nálgast má punkta frá hugvekju hans
á vef Glerárkirkju.
Þá flutti Hlín Bolladóttir fulltrúi Lista fólksins erindi um heiðarleika og traust. Erindi hennar er í heild á
You-tube. Á
vef prófastsdæmisins má lesa samantekt
frá kvöldinu.
Annað umræðukvöldið fjallaði um þjóðgildin: Ábyrgð og frelsi. Sr. Svavar A. Jónsson,
sóknarprestur í Akureyrarkirkju var með hugvekju. Hugvekju hans má lesa á
trú.is.
Þá flutti Baldur Dýrfjörð fulltrúi Sjálfstæðisflokksins erindi um ábyrgð og frelsi. Erindi hans er í heild
á You-tube. Á
vef prófastsdæmisins má lesa
samantekt frá kvöldinu.
Umræðukvöldin hófust 7. febrúar síðastliðinn, en það kvöld flutti Gunnar Hersveinn erindi um
ÞJÓÐGILDIN. Nálgast má samantekt frá fyrsta kvöldinu
á vef
prófastsdæmisins, en einnig bendum við á vef bókarinnar,
http://www.thjodgildin.is/
Á vef Glerárkirkju má líka finna yfirlit yfir frásagnir frá kvöldunum:
http://www.glerarkirkja.is/is/fraedsla/margmidlun