Umræðukvöldaröðin "Hvað er kristin trú?" hefst miðvikudagskvöldið 10. október næstkomandi með erindi sr. Hreins Hákonarsonar sem nefnist "Jesú sögunnar - Kristur trúarinnar." Umræðurnar á miðvikudagskvöldum í haust eru byggðar á samnefndri bók eftir Halvör Moxnes. Sem fyrr er um samstarf Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Glerárkirkju. Hvert kvöld hefst með erindi kl. 20:00. Að loknu kaffihléi taka við umræður til kl. 22:00. Aðgangur er ókeypis, ekki nauðsynlegt að skrá sig. Tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð. Velkomið er að mæta á einstaka kvöld.
Þetta fyrsta kvöld er málshefjandi sem fyrr segir sr. Hreinn Hákonarson og mun hann sérstaklega fjalla um eftirfarandi spurningar:
Hér á vef Glerárkirkju má nálgast dagskrá kvöldanna í heild sinni.