Nú er orðið ljóst hvaða takmarkanir verða í gildi um jólin og því getum við lagt fram dagskrá jólanna.
24. desember er aftansöngur klukkan 17:00 - en ekki 18:00 eins og venjan er. Við göngum úr kirkjunni þegar klukkurnar hringja inn jólin og förum sæl saman inn í jólahátíðina.
25. desember streymum við hátíðarguðsþjónustu á facebooksíðu Glerárkirkju kl.13:00
1. janúar kl.14:00 er hátíðarguðsþjónusta hér í kirkjunni.
Við þær stundir sem fara fram í kirkjunni þurfa gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í andyri kirkjunnar.