Verið velkomin til kirkju um hátíðirnar.
22. desember - 4. sunnudagur í aðventu
Hvorki krakkakirkja né messa þennan sunnudag.
24. desember - Aðfangadagur
Kl.17:00 Aftansöngur
Verið velkomin til kirkju á aðfangadagskvöld. Sr. Sindri Geir þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Við göngum út úr kirkjunni kl.18:00 þegar klukkurnar hringja jólin inn.
Kl.23:00 Miðnæturhelgistund með almennum jólasöng
Það er ómissandi hefð hjá mörgum að koma
við í kirkjunni á jólanótt. Í ár leiða félagar í Gospelkór Glerárkirkju okkur í söng, Valmar Väljaots leikur undir og sr. Sindri Geir þjónar við stundina.
25. desember - Jóladagur
Kl.14:00 Hátíðarmessa
Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Kl. 15:30 Messa á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð.
26. desember - Annar í jólum
Kl.11:00 Fjölskylduguðsþjónusta og jólaball
Sindri prestur leiðir samveruna, Barna- og unglingakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur, Valmar Väljaots leikur undir.
1. janúar - Nýársdagur
Kl. 14:00 Hátíðarmessa - sameiginleg stund.
Í ár sameinast Akureyrarkirkja og Glerárkirkja um helgihald um áramót. Hátíðarmessa á nýársdag fer fram í Glerárkirkju og sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.