Kirkjubrall í Glerárkirkju

Laugardaginn 12. desember n.k. verður margt brallað í kirkjunni kl. 13 - 15. Kirkjubrall er samvera fyrir alla fjölskylduna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á laugardaginn skreytum við piparkökur, búum til jólakúlur, jólakort, förum í ratleik og margt fleira. Syngjum jólalög og fáum okkur síðdegishressingu. Í Kirkjubrall eru allir velkomnir börn, unglingar, mömmur, pabbar, ömmur og afar!

Umsjón með samverunni hafa sr. Jón Ómar Gunnarsson, Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, Sigurrós Anna Gísladóttir, Hermann R. Jónsson, Svava Ósk Daníelsdóttir, Sandra Marín Kristínardóttir, Erla Mist Magnúsdóttir, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Sara Rut Jóhannsdóttir, Ída Hlín Steinþórsdóttir og Bára Dís Sigmarsdóttir. 

Myndirnar eru úr kirkjubralli í Lindakirkju, Kópavogi. Fleiri myndir úr Kirkjubralli eru á www.kirkjubrall.is og www.messychurch.org.uk. 

IMG_4897

IMG_4903

 

IMG_4890