03.09.2009
Kirkjuskólinn, starf fyrir grunnskólabörn úr fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða bekk verður á mánudögum í
Glerárkirkju kl. 16:30 til 17:30. Fyrsta samveran verður 14. september. Stefnt er að starfi í tveimur aldurshópum, annars vegar yngri hóp fyrir börn úr
fyrsta og öðrum bekk, hins vegar eldri hóp fyrir börn úr öðrum og þriðja bekk. Kirkjuskólinn er framhald af sunnudagaskólastarfinu og
gefur þannig börnum sem hafa sótt sunnudagaskólann eða sækja hann enn að hittast einnig á virkum dögum. Hver stund byrjar með helgistund
í kirkjunni, að henni lokinni er farið í ýmsa leiki og fleira til gamans gert. Lögð er áhersla á að börnin læri nýja
biblíusögu hvern dag.