Fimmtudaginn 2. september hófst vetrarstarf Kórs Glerárkirkju. Í kórnum eru nú starfandi fjörutíu félagar og stjórnandi hans er
Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju er blandaður kór sem hefur það að aðalmarkmiði að syngja við helgihaldið í
Glerárkirkju. Framundan hjá kórnum er þátttaka í Kórahátíð í Hofi, hinu nýja og glæsilega
menningarhúsi okkar Akureyringa og er sú hátíð 23. október næstkomandi.
Kórinn mun svo halda sína árlegu jólatónleika í desember. Kórnum er skipt í tvo messuhópa sem syngja til skiptis við messur.
Æfingar kórsins eru á fimmtudögum frá 20-22 og á sunnudagsmorgnum kl. 10-11 hjá þeim hópi sem er að syngja við messu
þann daginn. Við viljum bæta við okkur félögum í karlaraddir og þá sérstaklega tenórum.
Áhugasamir
hafi samband við Valmar Väljaots stjórnanda kórsins í síma 849-2949 eða senda honum netpóst á valmar@glerarkirkja.is