Krefst tafarlausrar leiðréttingar

Aukakirkjuþing samþykkti ályktun um skerðingu sóknargjalda í dag. Ályktunin er svohljóðandi:

Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, lýsir yfir þungum áhyggjum af alvarlegri fjárhagsstöðu sókna landsins.

Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25% umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins.

Kirkjuþing krefst tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda.

Sjá einnig á kirkjan.is.