Á miðvikudagskvöldum í febrúar kl. 20-22 verða fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um andlega iðkun kirkjunnar. Og verður stígið skrefi lengra á þeim þar sem verður lögð áhersla á iðkun og æfingu íhugunar og bæna. Kynntar verða mismunandi leiðir sem aldalöng reynsla er fyrir í kirkjunni. Fyrirlesararnir hafa hver um sig lagt stund á þessar íhugunar- og bænaleiðir og menntað sig í þeim. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður. En hvert kvöld endar með íhugun í kirkjunni þar sem fólk fær að reyna það sem um er rætt.
Frekar upplýsingar um fræðslu- og umræðukvöldin eru hér.
Auglýsing: