Frá októberbyrjun hafa staðið yfir umræðukvöld í Glerárkirkju undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú" á miðvikudagskvöldum kl. 20:00. Miðvikudagskvöldið 21. nóvember er komið að Höskuldi Þórhallssyni alþingismanni að vera frummælandi og er yfirskrift erindis hans "Kristin trú og stjórnmál". Sem fyrr byggir umræðan að hluta til á bókinn "Hvað er kristin trú?" en bókin er til sölu í kirkjunni á 3.000 krónur. Það er Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sem stendur fyrir þessum umræðukvöldum í samstarfi við Glerárkirkju.
Hvert kvöld hefst með 45 mínútna löngu inngangserindi. Að því loknu er boðið upp á veitingar í kaffihléi (tekið á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð) og því næst taka við almennar umræður. Dagskránni hvert kvöld lýkur kl. 22:00. Umsjón með dagskrá kvöldanna hafa Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju og Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur.
Þann 28. nóvember mun svo Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar flytja erindið "Kristin trú í hnattvæddum heimi"
Nálgast má upptökur frá fyrri umræðukvöldum hér á glerarkirkja.is: