Kristniboðsdagurinn 10. nóvember

Ásta Bryndís Schram hefur verið formaður stjórnar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) um nokkurra ára skeið. Hún starfar annars sem dósent og kennsluþróunarstjóri hjá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Hún er nýkomin frá kynnisferð til Kenía og mun segja frá starfinu í Pókot-héraði og safnaðarstarfinu þar.

Hún tekur þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju kl. 11. Eftir hádegi kl. 17 verður hún á opinni samveru í safnaðarheimili Glerárkirkju með félögum úr Kristniboðsfélagi Akureyrar þar sem rætt verður um kristniboðsstarfið og allir veru velkomnir að kynna sér það. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Í guðsþjónustu kl. 18 mun hún svo sýna myndir og segja frá ferð sinni til Kenía og þau sr. Guðmundur munu vera með samtalsprédikun út frá þema dagsins. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir guðþjónustuna.