Krossbandið í kvöldguðsþjónustu

Sunnudagskvöldið 18. mars kl. 20:00 er guðsþjónusta í Glerárkirkju þar sem Krossbandið sér um tónlistina. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið er ,,Lítið band með stórt hjarta" að þeirra eigin sögn, en það skipa þau Snorri Guðvarðsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Stefán Gunnarsson og Haukur Pálmason. Þau sjá um tónlistarflutninginn um það bil einu sinni í mánuði í Glerárkirkju. Í stuttri kynningu í safnaðarblaðinu nýverið sögðu þau m.a.:

Í daglegu tali köllum við þetta ,,léttmessur" og yfirleitt er um kvöldguðsþjónustur að ræða. Við höfum okkar eigin ,,sálmabók" og allir taka þátt í söngnum. Lögin eru í bland léttir sálmar, gömul alþýðulög og jafnvel dægurlög, sem mörg hver passa vel inn í kirkjulegar athafnir. Við höfum það fyrir sið að leika ljúfa tónlist á undan athöfnum meðan fólk er að koma sér fyrir. Þar fáum við útrás fyrir spilaþörfina. Krossbandið hefur ferðast töluvert um landið í gegnum tíðina og horfir til frekari landvinninga í þeim efnum.