Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25.
apríl.
Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við
uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og
málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.
Sú með máfunum er færeyskþjóðsaga. En samkvæmt þjóðsögu þessari er rauðidepillinn sem á neðra skolti
máfsins er, blóð Krists. Á hinum tveim eru mótohjól í forgrunninn. Á löngum akstri á mótorhjóli fer ýmislegt
í gegnum hugann. Og miðað við hvernig umferðarmenning og hraði er oft, þá hugsar maður stundum um líf og dauða. Með því að
setja krossfestinguna í svona myndrænt samhengi, mótorhjól + krossfesting, er einnig verið að hugleiða fordóma samfélagsins. En oftar en ekki
rekst maður á fordóma bæði gagnvart mótorhjólum og trúmálum. Allt á þetta jafnan rétt og fordómar stafa jú
oftast vegna vanþekkingar eða ofstækis sem geta tengst þessu tvennu.
Ég vona að myndverk þessi flytji þeim sem á horfa einhvern boðskap og hugleiðingu um trú von og kærleika."