Fimmtudaginn 11. mars var hinu árlega samstarfsverkefni Öldrunarheimila Akureyrar, Menntaskólans á Akureyri, Akureyrarkirkju, Glerárkirkju og
Eyjafjarðarprófastsdæmis “Kynslóðir mætast” ýtt úr vör. Verkefnið er hluti af lífsleikniáfanga hjá nemendum
í fjórða bekk MA. Þetta er fimmta árið sem verkefnið fer fram og vekur það eftir sem áður mikla lukku hjá ungum sem
öldnum.
Lesa nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.