Í dag laugardaginn 30. apríl fylgir Morgunblaðinu aukablað sem ber titilinn ALDUR. Þar er sagt frá verkefni sem Glerárkirkja hefur komið að í
gegnum árin og heitir KYNSLÓÐIR MÆTAST. Upphaflega var þetta verkefni sem sr. Bernharður Guðmundsson stóð fyrir í Skálholti, en
hér á Akureyri tóku Glerárkirkja, Menntaskólinn og Hlíð sig saman um að aðlaga verkefnið fyrir nemendur af síðasta ári MA
og eldri borgara. Akureyrarkirkja og Eyjafjarðarprófastsdæmi bættust svo í hópinn og hafa stutt verkefnið frá upphafi. Áhugasamir eru hvattir
til að kynna sér verkefnið.
Verkefnið sem hófst með samveru 16. mars 2006 og hefur verið árlegur viðburður síðan, er nú orðið hluti af samevrópsku verkefni
styrktu af Norðurslóðaáætluninni - Northern Periphery Programme (NPP) sem Hlíð tekur nú þátt í og fræðast má um
á vef verkefnisins
OUR LIFE AS ELDERLY.
Tenglar á upplýsingar og frásagnir af verkefninu: