Kyrrðarbæn í Glerárkirkju

5. október hefst kyrrðarbænastarf í Glerárkirkju. Þær verða í kapellu kirkjunnar og gengið er inn um hliðarinngang, sunnanmegin við aðalinngang kirkjunnar. 
Stundirnar hefjast kl.17:00 og það er nauðsynlegt að mæta tímanlega því erfitt er að koma eftir að íhugunin hefst.
Þau sem eru að mæta í fyrsta skipti geta komið kl.16:40 og fengið leiðsögn.

Stundirnar eru öllum opnar og ekki þarf að skrá sig.

Sr. Guðrún Eggertsdóttir, Astrid Magnúsdóttir, Katrín Ásgrímsdóttir, sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson skiptast á að leiða stundirnar en þau hafa öll iðkað kyrrðarbæn um árabil.

Kyrrðarbæn er eitt einfaldasta form íhugunar og minnir á núvitundar íhugun, við hvílum í þögn og leyfum okkur að nálgast Guð innra með okkur í kyrrðinni.

Nánari upplýsingar um kyrrðarbæn má finna á www.kyrrdarbaen.is