Landsmótið fer vel af stað

500 unglingar og leiðtogar eru samankomnir á landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem var sett á Selfossi fyrr í kvöld. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, brá á leik við setningu landsmotsins og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug: „Nú veit ég af góðverkahelgi landsmótsins. Þar munuð þið leggja mikið af mörkum til þeirra sem treysta á aðstoð. Ég veit að hérna inni eru mörg gullhjörtu, sem bera umhyggju fyrir öðrum og láta gott af sér leiða.“' Meðal þátttakenda eru 12 ungmenni og 2 leiðtogar úr Glerárkirkju ásamt Pétri Björgvini djákna Glerárkirkju. Sjá nánar á kirkjan.is