Næsta fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 22. október kl. 20 mun sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði, halda áfram umfjöllun um guðspjöllin. Viðfangsefnið er leiðsögn um Nýja testamentið. Yfirskriftin þetta kvöld er: Markús og Lúkas - samstofna guðspjöll: Vinur hinna vinarsnauðu. Eins og segir í kynningunni verða dregnar fram gundvallarhugmyndir í þessum ritum Nýja testamentisins. Fjallað um höfundana, stund og stað ritanna, þýðingu þeirra fyrir kristna söfnuði og bænalíf.