Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stendur Jafnréttisstofa og samstarfsaðilar hennar fyrir málþingi á Amtsbókasafninu í dag, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00 um heimilisofbeldi. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra.
Frummælendur:
Fundarstjórn: Tryggvi Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi
Sjá nánar um dagskrá átaksins í heild sinni í eldri frétt hér á vef Glerárkirkju.