Hvaða boðorð ætli við brjótum oftast?
Jú líklega það að halda hvíldardaginn heilagann.
Hér í Glerárkirkju verða vikurnar fram að páskum helgaðar hvíldardeginum. Við fáum góða gesti í heimsókn í guðsþjónustur og á fræðslukvöld, markþjálfa, yogakennara, hugleiðslukennara, fólk sem kann að miðla góðum bjargráðum við steitu og stressi, fólk sem hefur lagt sig fram um að finna leiðir að einfaldari hversdegi og meiri lífshamingju.
Takturinn í samfélaginu er hraður, það er létt að týna sér í lífsgæðakapphlaupinu og missa sjónar af því allra dýrmætasta í lífinu. Dagskrá komandi vikna verður kynnt bráðlega, en núna á sunnudaginn tökum við smá forskot á sæluna.
Í messu sunnudagsins mun sr. Sindri Geir segja frá þessu þema og því sem framundan er, en við fáum einnig góða heimsókn frá Kendru Mitchell-Foster sem er Vestur Íslendingur og kanadískur djáknanemi. Auk þess er hún jógakennari og hefur meðal annars kennt stóla jóga - einfaldar slökunar og teygjuæfingar sem við getum iðkað sitjandi til að losa streitu og efla okkur.