Nú á sunnudaginn ætlum við að helga messuna bæninni - og fyrirbænum ykkar.
Er fólk eða aðstæður sem þið viljið að við biðjum fyrir? Það má senda okkur skilaboð hér á facebook. Ef þið viljið ekki nefna nafn viðkomandi er hið besta mál að segja eitthvað á borð við "maður sem er að takast á við heilsubrest" - og Guð þekkir þessar bænir ykkar.
Við ætlum að taka undir og lyfta upp bænum hvors annars.
Gospelkórinn okkar rammar stundina fallega inn.
Verið hjartanlega velkomin.