Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir sögn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Allir hjartanlega velkomnir. Sindri Geir verður boðinn velkominn til þjónustu í héraðinu með sérstaka þjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri og til afleysinga í prestaköllunum á svæðinu.
Tónlistin verður viðeigandi með rólegri kvöldstemmingu. Það verður gott að njóta kyrrðarinnar í kirkjunni og íhuga aðventuna sem stendur yfir. Umræðuefni hugvekju verður um það að gefa af sér og gleðina sem því fylgir að gleðja aðra.
Sr. Sindri Geir Óskarsson á góðri stund.