Sunnudagurinn 6. maí er fjórði sunnudagur eftir páska og ber hann nafnið Cantate sem þýðir söngur.
Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun leiða messu í Glerárkirkju kl. 11:00 þann dag og verður lofgjörðin og gleðin í
fyrirrúmi í samræmi við þema og tilefni dagsins. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.